"Við leiðum saman með einstökum hætti mannauð, sérþekkingu og innsæi til að hámarka árangur."
Ella Björnsdóttir, Framkvæmdastjóri
Okkar sérsvið
AURORA - Leiðtogaþjálfun
Við bjóðum upp á sérsniðna markþjálfunar vegferð sem miðar að því að efla persónulegan og faglegan vöxt. Vegferðin miðar að því a valdefla einstaklinga og teymi til að takast á við áskoranir og nýta tækifræri.
Leiðtogaþjálfun okkar byggir á hugmyndinni „ég er, vegna þess að við erum“. Hugmyndafræðin hverfist um mikilvægi manngæsku, tengslamyndunar og samskipta.
SAGA - Samstarf
Við bjóðum framsæknum fyrirtækjum sem leitast eftir vexti og umbreytingu upp á langtímasamstarf sem og þjónustu við styttri verkefni.
Vegferð okkar miðar að því að einfalda mannauðsstarfsemi fyrirtækja og byggja jákvæða vinnustaðamenningu.
Vegferðir okkar byggjast á að auka ánægju starfsmanna, efla faglega frammistöðustjórnun, og bæta innra skipulag mannauðssviðs og fyrirtækisins í heild.
Fyrirlesari - Ljósberi
Til að skapa viðburð sem hefur áhrif, er lykilatriði að hafa fyrirlesara sem nær til áhorfenda um málefnið hverju sinni og sem deilir þekkingu sem gagnast áhorfendum.
Við bjóðum upp á aðstoð og þjálfun í gerð og framkomu á fyrirlestrum og við ræðuhöld. Einnig bjóðum við upp á okkar framúrskarandi fyrirlesara til að tala á viðburðum.
ATLAS - Stefnumótun
Atlas þjónusta Valhalla er fyrir framsækin fyrirtæki sem vilja faglega stefnumótun og vinnulag sem skilar árangri.
Með áhrifamikilli nálgun, handleiðslu, stefnumótun og sérsniðnum vinnustofum tryggjum við að teymið sé samstillt, með rétt verkfæri sem þjóna þeirra vegferð og stuðning sem leggur áherslu á langtíma árangur.
Nýttu The Predictive Index® til að valdefla þitt fyrirtæki
Viltu ná betri árangri við ráðningar, styrkja stjórnendur, efla teymisanda og stuðla að árangursríkri starfsþróun starfsmanna nýttu þér lausnir okkar sem hafa skilað þúsundum fyrirtækja árangri um allan heim.
Við hjálpum einstaklingum á vegferð sinni til að vaxa bæði persónulega og faglega